XC90 frumsýndur í Stokkhólmi

Nýji Volvo XC90 bíllinn verður sýndur í fyrsta skipti í heild sinni miðvikudaginn 27. ágúst í Stokkhólmi. Um er að ræða fyrsta bílinn sem notast við nýja undirvagns-tækni Volvo sem kallar Scalable Product Architecture (SPA).

SPA tæknin dregur úr þyngd og bætir þyngdardreifingu. Hún eykur einnig akstursánægju án þess að skerða þægindi farþega.

SPA býður einnig upp á meiri sveigjanleika þegar kemur að innanrýminu. Sætin í nýja XC90 eru hönnuð á þann máta að aukið rými er fyrir farþega í annarri og þriðju sætaröð. Nóg pláss er því fyrir alla í nýja sjö sæta Volvo XC90.

10363838_308497215994719_967917003366409656_n

Comments are closed.