XC90 hættir framleiðslu í núverandi mynd

Þann 7. janúar 2002 rann fyrsti Volvo XC90 bíllinn af færibandinu. Nú, rúmum tólf árum síðar, hefur síðasta eintakið af þeirri kynslóð verið settur saman en alls hafa verið framleidd 636.143 eintök. Síðasti eintakið fer beint á Volvo safnið í Torslanda og undirbýr Volvo verksmiðjan að hefja framleiðslu á arftaka fráfarandi kynslóðar í janúar 2015.

xc90 2014 XC90 árgerð 2014.

Volvo XC90 hefur hlotið yfir 100 alþjóðlegar viðurkenningar og þar á meðal var hann nú í ár tilnefndur einn öruggasti bíllinn á markaði af American Insurance Institute, rúmum áratug eftir að hann var kynntur til sögunnar.

Í ágúst verður hulunni svift af næstu kynslóð XC90 bílsins en eins og áður segir hefst framleiðsla ekki fyrr en í janúar næstkomandi. Bíllinn verður framleiddur í Torslanda og eru hönnuðir bílsins sannfærðir um að viðskiptavinir Volvo verði ánægðir með afraksturinn.

Volvo XC90 heimasíðan. Volvo XC90 myndbönd og myndir Brimborg upplýsingar um XC90.

146708_1_5 146731_1_5 10352928_10152172071387083_3639989664970741714_n

Neðri myndir frá nýjum XC90.

Comments are closed.