Af því er að frétta af V8 Supercar Camphinship að McLaughlin (annar af tveim ökumönnum á Volvo S60 V8 Polestar) er í öðru sæti eftir daginn í dag. Í blaðaviðtali á hann vart orð til að lýsa hvernig tilfinning þetta er að vera annar. Greinilega fullur af adrenalíni eftir síðustu beygju því þetta var æsispennandi loka kafli í kappi við núverandi meistara og eftir keppni stökk McLaughlin á húddið einsog hann væri búinn að vinna keppnina. En óvæntasta var hvað áhorfendur fögnuðu mikið Volvo. Mikið grín var víst búið að vera um þátttöku Volvo í keppninni, en það er búið að þagga niður í því. Meira er hægt að lesa HÉR og sjá blaðaviðtalið við hann HÉR. Síðasta keppnin (Race 3) er snemma í fyrrmálið eða kl. 04:45 á íslenskum tíma.
Viðburðir
- There are no upcoming events.