Afmælistímarit komið í póstdreifingu

Kæru félagar. Um leið og við sendum ykkur sumarkveðju þá gleður okkur að tilkynna að gjöf ársins 2024 er nú komin í dreifingu hjá póstinum. Á allra næstu dögum og eflaust í byrjun næstu viku munu okkar félagsmenn fá A4 umslag frá okkur. Um er að ræða afmælisritið sem stjórn félagsins hefur unnið að hörðum höndum síðustu mánuði.

Við vorum með viðburð og dreifingu á blaðinu í Brimborg fyrir skömmu síðan, en núna fá þeir félagar sem greitt hafa árgjaldið sent sitt eintak með pósti. Það var ánægjulegt hversu margir gátu sótt blaðið til okkar, og á móti náðum við að spara aðeins í póstburðargjöldum.

Minnum á safnarúntinn okkar, sem fyrirhugaður er laugardaginn 18. maí. Um er að ræða ferð á safn á Suðurlandi, og kemur nánari frétt um það fljótlega. Takið daginn frá og fjölmennum í safnaferðina í ár.

 

Comments are closed.