Fornbílaklúbbur Íslands bíður upp á að framleiða nýjar steðjanúmeraplötur fyrir eigendur fornbíla. Lokadagur til að panta þessu ári er 3. desember næstkomandi. Við hvetjum Volvoáhugamenn að kíkja á þetta, eigi þeir gamlan Volvo sem vantar glænýjar númeraplötur. Nánar hér fyrir þá sem vilja panta.
Þeir bílar sem eru framleiddir eftir 1950 til ársins 1989, er nýja kerfið var tekið upp, hafa leyfi til að bera steðjanúmer.
Gjaldskrá fyrir steðjaplötur.
Fyrir félaga Fornbílaklúbbsins
Kr. 15.000 fyrir sett,
kr. 10.000 fyrir staka plötu.
Almennt verð.
Kr. 25.000 fyrir sett,
kr. 20.000 fyrir staka plötu.
Þessi númer voru í gildi frá 1938 – 31.12.1988 | |
A | Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðarsýsla |
B | Barðastrandasýsla |
D | Dalasýsla |
E | Akraneskaupstaður |
F | Siglufjarðarkaupstaður |
G | Hafnarfjarðarkaupstaður og Gullbringu- og Kjósarsýsla |
H | Húnavatnssýsla |
Í | Ísafjarðarkaupstaður og Ísafjarðarsýsla |
J | Íslenskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli |
JO | Erlendir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli |
VL | Varnarliðið |
VLE | Ökutæki hermanna |
K | Sauðárkrókskaupstaður og Skagafjarðarsýsla |
L | Rangárvallasýsla |
M | Mýra- og Borgarfjarðarsýsla |
N | Neskaupstaður |
Ó | Ólafsfjarðarkaupstaður |
P | Snæfells- og Hnappadalssýsla |
R | Reykjavík |
S | Seyðisfjarðarkaupstaður og Norður-Múlasýsla |
T | Strandasýsla |
U | Suður-Múlasýsla |
V | Vestmannaeyjakaupstaður |
X | Árnessýsla |
Y | Kópavogur |
Z | Skaftafellssýsla |
Þ | Þingeyjarsýsla |
Ö | Keflavíkurkaupstaður |