Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo bílar velkomnir í aksturinn. Minnum á tveggja metra regluna og eigin sóttvarnir.
Leið: Engjavegur, Gnoðarvogur, Skeiðarvogur, Miklabraut, Vesturlandsvegur, Höfðabakkabrú, Höfðabakki, Gullinbrú, Strandvegur, Mosavegur að Borgarholtsskóla. Stoppað stutt.
Mosavegur að Víkurvegi, til hægri við Hallsveg, að Strandvegi, Gullinbrú að Bíldshöfða, upp á Vesturlandsveg, að Skeiðarvogi og Gnoðarvogi. Stoppað við MS – Menntaskólann við Sund. Athugið að leggja við bílastæðin Gnoðarvogsmegin, ekki Skeiðarvogsmegin við Vogaskóla.