Síðasti Volvo dísel bíllinn í sænsku verksmiðjunni

Í þessari viku rann upp söguleg stund í Torslanda Volvo verksmiðjunni í Svíþjóð. Eftir 45 ár, síðasti díselbíllinn, XC90, rúllaði af framleiðslulínunni, sannarlega söguleg stund. Þessari sögulegu stund var fagnað með því að stilla upp einum fyrsta dísel volvo bílnum, Volvo 244 og síðasta XC90 bílnum með dísel vél. Viðburðurinn markar mikil tímamót í 97 ára langri sögu fyrirtækisins. Með Lesa meira →

Venus Bilo var fyrsti hugmyndabíll Volvo

Það er þekkt að svokallaðir Concept Car eða hugmyndabílar eru hannaði og jafnvel framleiddir fullbúnir og ökuhæfir. Fyrsti hugmyndabíllinn hjá Volvo var hannaður af Gustaf L.M. Ericsson, sem var sonur Lars Magnus Ericsson sem stofnaði símafyrirtækið Ericsson árið 1876. Gustaf var mikill áhugamaður um allt sem tengdist bifreiðum. Hann bjó til bílalíkan úr timbri í stærðinni 1:10, mjög svo framtíðarlegan, Lesa meira →

Norðurlands Volvo 740 til sölu

Sú var tíðin að Höfuðborgarbúar sóttust eftir að finna volvobíla sem áttu ættir að reykja Norður í land þar sem ekki var salt á götum. Enn auglýsa menn slíkt að bíll sé frá Norðurlandi, þar sem það eru ákveðin meðmæli miðað við saltgöturnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú er auglýstur glæsilegur Volvo 740 GLE á Bílasölur.is. Bíllinn er sagður vera árgerð 1984 Lesa meira →

Frábærum áramótaakstri lokið

Við vorum rétt í þessu að ljúka við síðasta viðburð ársins á vegum  félagsins, áramótaakstrinum. Fórum skemmtilega leið í ár, úr Laugardalnum og upp í Grafarholt og strætóleiðina þar í gegn og strandleiðina í gegnum Grafarvog þar sem stoppað var hjá Orkunni. Mætingin var góð en 14 bílar mættu í Laugardalinn og bíll númer 15 kom til móts við okkur Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 940 SE sendur á Samgönguminjasafnið í Stóragerði

Þessi glæsilegi Volvo 940SE var nýlega auglýstur til sölu og var óskað eftir tilboðum. Á endanum ákvað eigandinn bíllinn yrði bestur geymdur á Samgönguminjasafninu í Stóragerði. Áhugasamir geta því séð þennan stórkostlega bíl þar til sýnis í framtíðinni. Þetta voru sannkallaðir forstjórabílar þegar þeir komu hingað til landsins og er þessi sérlega velbúinn og hefur kostað sitt á sínumtíma. Einn Lesa meira →

Volvo PV544 spyrnubíll á Íslandi

Það er ekki oft sem það sést í Volvo á kvartmílubraut. En hér á Íslandi er til einn af eldri gerðinni, Volvo PV544 árgerð 1963. Eðlilega þá er ekkert upprunalegt af undirvagni. En yfirbygging er upprunaleg. Það er alveg óhætt að segja að það fer þessum PV544 mjög vel að vera í spyrnu og er nokkuð sexý. Þessi Volvo PV Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn 2023

Laugardaginn 3.júní stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir einum af árlegu viðburðum sínum. Suðurlandsrúnturinn er rótgróinn viðburður sem hefur oftast verið mjög vel sóttur. Engin krafa er um að vera skráður meðlimur í þennan viðburð þannig að þeir sem eru ekki meðlimir gefst kostur á að mæta og hitta þennan skemmtilega hóp. Upphafspunktur viðburðsins er við bensínstöð Orkunnar við Vesturlandsveg og er Lesa meira →

Framleiðslumyndir af Volvo C40 í Belgíu

Volvo C40 Recharge bíllinn fór í framleiðslu um haustið 2021 í Ghent í Belgíu. Bíllinn er 100% rafbíll og er hægt að fá sem framdrifinn eða fjórhjóladrifinn hjá Brimborg á Íslandi. Framleiðslan hófst þann 7. október 2021, en C40 bíllinn var aðeins annar Volvo bíllinn sem kom sem 100% rafmagnsbíll. Verksmiðjan í Ghent, sem er ein sú stærast á vegum Lesa meira →

Safnarúnturinn 2023

Þann 29.apríl stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir viðburði sem heitir Safnarúnturinn. Þetta var í þriðja skipti sem klúbburinn er með þennan viðburð og hefur hann vakið mikla lukku meðal félagsmanna. Ferðin í ár var heldur fámennari en fyrri ferðirnar en mjög góðmenn. Hópurinn kom saman við Bauhaus planið þar sem fólk kynnti sig og fór aðeins yfir bílana hjá hvert öðru. Lesa meira →

Safnarúnturinn 29.apríl 2023

Þá eru línur orðnar skýrar varðandi Safnarúntinn 2023. Upphafspunktur er á Bauhaus planinu og er mæting þar klukkan 10:30 þar sem við tökum létt spjall, skoðum bílana hjá hvor öðrum og spjöllum aðeins. Við leggjum af stað frá Bauhaus klukkan 11:00 og fyrsti áfangastaður er Hernámssetrið í Hvalfirði. Gauji Litli ætlar að taka á móti hópnum og leiða okkur um Lesa meira →

Árlegur Safnarúntur Volvoklúbbs Íslands 2023

Þann 29.apríl stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir Safnarúnti. Þetta er viðburður sem við byrjuðum með 2021 og var sennilega fjölmennast viðburður okkar það árið og var einnig vel sóttur í fyrra. Í ár ætlum við að taka stefnuna um vesturlandið en nánari leiðarlýsing verður gefin út þegar nær dregur. Áætluð brottför á laugardeginum er 10:30 frá Bauhaus planinu við Vesturlandsveg. Þessi Lesa meira →

Brimborg stígur enn eitt skrefið í rafvæðingu þungaflutninga á Íslandi

Þessi mynd fer líklega í sögubækurnar en hún er tekin við Hof á Akureyri mánudaginn 10. apríl síðastliðinn af 12,7 tonna Volvo rafmagnsdráttarbíl eftir fyrstu ferð Íslandssögunnar Norður og sama dag aftur til baka til höfuðborgarinnar. Aldrei fyrr hefur svona þungum flutningabíl verið ekið á hreinu íslensku rafmagni þessa leið og reyndar hvergi á Íslandi fyrr en nú. Um var Lesa meira →

Pétur Jóhann prófar Volvo C40 rafmagnsbíl

Grínistinn, leikarinn og podkastarinn Pétur Jóhann Sigfússon er með vefþætti sem kallast Pétur prófar. Nú síðast prófaði hann Volvo C40 Recharge rafmagnsbílinn. Hann fór í rúntinn og skoðaði bílinn hátt og lágt. Hægt er að horfa á upptökuna hér neðar í fréttinni. Sjáið hér Pétur prófar Volvo C40 Recharge rafbíl. – Einstök hönnun – Frábær drægni allt að 444 km Lesa meira →

Fyrstu Volvo rafmagnstrukkarnir komnir til landsins

Stór skref eru núna hjá Brimborg í orkuskiptum og tímamót í þungaflutningum á Íslandi. Brimborg hefur nú fengið fyrstu rafmagnstrukkana til landsins en það eru 16 tonna Volvo FL Electric sem er í standsetningu hjá atvinnutækjasviði Brimborgar við Hádegismóa. Bílarnir fá í framhaldinu ábyggingu og ásetningu vörukassa. Ellefu fyrirtæki í átta atvinnugreinum bíða bílanna á Íslandi. Áhugavert að sjá þessa Lesa meira →

Volvo Concept Coupe verður að Polestar 1

Allir Volvo bílar sem hafa verið framleiddir eiga uppruna sinn í hugmyndabílum. Árið 2013 var kynnt til sögunnar Volvo Concept Coupe, fyrsti af þremur hugmyndabílum af nýju kynslóðinni hjá Volvo. Hinir tveir eru Concept Estate og Concept XC. Yfirhönnuður hjá Volvo á þeim tíma hinn þýski Thomas Ingenlath (byrjaði hjá Volvo árið 2012) teiknaði Concept Coupe. Hann sagði að hugmyndabíllinn Lesa meira →

Volvo XC90 20 ára

Volvo XC90 var stærsta fréttaefni sem komið hafði frá Volvo þegar hann var afhjúpaður í Detriot Auto Show í byrjun árs 2002. Volvo XC90 var fyrsti bíllinn í flokki sportjeppa, SUV (Sport Utility Vehicle) frá Volvo. Í ár eru 20 ár liðin frá því þessi vinsæli bíll kom á markaðinn. Bíllinn kom fyrst til Brimborgar í október 2002 og voru Lesa meira →

Safnarúnturinn 2022

Volvoklúbbur Íslands stóð fyrir hópferð annað árið í röð undir heitinu Safnarúntur. Í fyrra var Reykjanesið heimsótt en í ár voru uppsveitir Árnessýslu heimsóttar. Ákveðið var að fara fyrr af stað en við höfum gert í dagsrúntum og lagði glæsileg átta bíla Volvolest af stað frá Olís Norðlingaholti á slaginu 10:00 í blíðskaparveðri. Fyrsta stopp lestarinnar var á N1 planinu Lesa meira →

Áramótaakstri lokið

Kæru lesendur og félagsmenn. Stjórn Volvoklúbbs Íslands þakkar fyrir árið og sendir ykkur áramótakveðjur. Í dag var síðasti viðburður félagsins haldinn, árlegi áramótaaksturinn. Það komu 19 bílar í aksturinn í dag, sem hófst í Laugardal þar sem félagar áttu góða stund í spjalli í langan tíma þar til aksturinn hófst. Ekið var úr hverfinu og að næstu hraðbraut í gegnum Lesa meira →

Laugardagsrúntur Volvoklúbbs Íslands

Næstkomandi laugardag (29.maí) stendur Volvoklúbbur Íslands fyrir árlegri ferð sinni um Suðurlandið. Þessi ferð hefur verið fastur liður hjá klúbbnum frá stofnun hans og verið mjög vel sótt bæði af meðlimum klúbbsins og oftar en ekki fólk sem ekki er í klúbbnum sem flýtur með enda ekki gerð nein krafa um að vera meðlimur til að taka þátt. Eins og Lesa meira →

Safnaferð um Reykjanesið 15.maí

Þann 15.maí stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir safnaferð um Reykjanesið og meðlimum boðið að heimsækja Slökkviminjasafnið í Reykjanesbæ og Byggðasafnið á Garðsskaga.Þetta var í fyrsta skipti sem Volvoklúbburinn stóð fyrir svona ferð og stjórnin var mjög ánægð með mætingu félagsmanna. Hópurinn lagði af stað frá Hafnafirði í aldursröð og beint á Slökkvisafnið. Safnið leynir mjög á sér en sennilega hafa flestir Lesa meira →

Volvo 240 á Héraði

Við segjum frá einum klassískum fjölskyldubíl með sögu sem margir tengja við. Volvo 240 GL árgerð 1987 sem er í áratugi í eigu sömu fjölskyldunnar. Eigandi bílsins er ungur og fékk hann hjá ömmu sinni og afa. Bílinn var aftur settur á götuna í ágúst 2020 eftir að hafa verið lagt árið 2007 þegar annar bíll kom á heimilið. Bílinn Lesa meira →

Yfir 660 volvo ljósmyndir hér á vefnum

Frá því Volvoklúbbur Íslands var stofnaður um haustið 2013 þá hafa verið haldnir um 5-7 viðburðir ár hvert. Við höfum reynt að taka ljósmyndir á öllum okkar viðburðum og geymum við þær myndir hér á síðunni undir flipanum “Félagsstarfið“.  Myndirnar eru ekki alveg í tímaröð en þær eru merktar með ártali og viðburði. Endilega kíkið á þetta ljósmyndasafn okkar, sem Lesa meira →

Glæsilegur Amazon til sölu

Það er ekki í hverri viku sem fornbílaeigendum býðst að kaupa Volvo Amazon á Íslandi. Í dag er einn slíkur til sölu, Volvo Amazon árgerð 1966. Bílinn er með B-23 vél og 5 gíra kassa með MSD kveiku. Nýtt púst frá grein og aftur. Ásett verð er 1 milljón króna. Eigin þyngd bílsins er 1180 kg. Bíllinn er með númer Lesa meira →

Áramótaakstur á gamlársdag

Áramótaakstur Volvoklúbbs Íslands verður haldinn fimmtudaginn 31. desember og hefst kl. 13:00 við bílastæðið við Skautasvellið og Húsdýragarðinn í Laugardal, Múlaveg 1, líkt og síðustu árin. Að þessu sinni verður ekið stóran hring um Grafarvog og stoppað á bílastæði Borgarholtsskóla við Mosaveg. Klárum hringinn í Grafarvogi og endum á bílastæði Menntaskólans við Sund, við Gnoðarvog. Sem fyrr eru allir Volvo Lesa meira →

Áramótapistill formanns

Kæru Volvo félagar. Nú þegar árið er á enda þá er vert að líta yfir farinn veg. Út af dálitlu þá náðist ekki að halda alla viðburði eins og hefð hefur verið undanfarin ár. Náðum að skjóta inn aðalfundi 7. maí, Hvolsvallarúnt í júní (Suðurlandsrúnt),grilli hjá Óla Árna í júlí og fengum að sjá framgang á hans verkefni LV63. Ekki Lesa meira →

Volvo S60 Polestar til sölu

Einn öflugasti Volvo landsins bíðst nú á frábærum kjörum hjá Brimborg, þar er hægt að setja hvaða bíl sem er á 750.000 kr. uppí bílinn, það eina sem þarf er að bíllinn uppí sé á númerum, skoðaður og ökufær. Volvo S60 Polestar, Fjórhjóladrifinn 367 hestafla sjálfskiptur bensínbíll. Glæsilegur og einstakur bíll. Hann er búinn Borg Warner fjórhjóladrifi, 2,0 lítra vél Lesa meira →

Notum gjöfina frá Volvo

Það eru ekki allir sem vita að 3ja punkta öryggisbeltið er uppfinning starfsmanns hjá Volvo.  Árið 1959 kynnti Nils Bohlin hugmynd og hönnun sína á 3 punkta öryggisbeltinu. Sagan segir að Volvo sá svo mikið öryggi í þessari hönnun að það var ákveðið að sækja ekki um einkaleyfi heldur gáfu þeir þessa hugmynd áfram í von um að allir bílaframleiðendur Lesa meira →

Hittingur og grill 1. júlí

Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir hitting og grilli miðvikudaginn 1. júlí 18:30.  Hittst verður við Gullsléttu 12 (áður Lækjarmelur 12 við Esjumela) í úthverfi Mosfellsbæjar.  Beygt er útaf Vesturlandsvegi við Norðurgrafarveg. Þar er Ólafur Árnason með verkefni sem hann mun sýna og segja frá, en það er endurgerð á LV63 Volvo vörubíl árgerð 1929. Ólafur hefur síðustu ár verið að gera Lesa meira →

Suðurlandsrúnturinn á morgun, 7. júní

Volvoklúbbur Íslands ætlar að fá sér góðan bíltúr um Suðurlandið, sunnudaginn 7.júní. Eins og venjulega er upphafspunktur ferðarinnar við Shell við Vesturlandsveg og brottför fljótlega upp úr kl.11:00. Við tökum svo stutt stopp við N1 á Selfossi en þar hafa alla jafna bæst við nokkrir gullmolar síðustu ár. Frá Selfossi liggur síðan leiðin beint á Hvolsvöll þar sem við reynum Lesa meira →