Suðurlandsrúnturinn á morgun, 7. júní

Volvoklúbbur Íslands ætlar að fá sér góðan bíltúr um Suðurlandið, sunnudaginn 7.júní. Eins og venjulega er upphafspunktur ferðarinnar við Shell við Vesturlandsveg og brottför fljótlega upp úr kl.11:00. Við tökum svo stutt stopp við N1 á Selfossi en þar hafa alla jafna bæst við nokkrir gullmolar síðustu ár. Frá Selfossi liggur síðan leiðin beint á Hvolsvöll þar sem við reynum að breiða vel úr okkur fyrir utan Kaffi Eldstó. Þar er hægt að fá sér hamborgara, súpu eða bakkelsi fyrir þá sem það vilja. Oftar en ekki skapast miklar umræður á Eldstó og ef einhver kann góða sögu af Volvo er þetta kjörið tækifæri til að koma henni á framfæri. Ef veður er gott ætlum við að taka einhverjar krókaleiðir á bakaleiðinni fyrir þá sem það vilja.

Það er öllum frjálst að mæta, hvort sem fólk er meðlimur í klúbbnum eða ekki og hvort sem það ekur um á Volvo eða ekki. Þeir sem mæta á öðru farartæki en Volvo verður samt gert að vera aftast í halarófunni.

Skráning á facebook viðburð.

Comments are closed.