Óvanalega mikið af 240 bílum til sölu

Það hefur verið óvanalega mikið af Volvo 240 bílum auglýstir til sölu síðustu vikur og mánuði. Í okkar fésbókarhópi eru yfir 2550 manns, og þar má nú finna þónokkra Volvo 240 bíla sem auglýstir eru til sölu, flestir þeirra eru sedan bílar. Þegar betur er gáð má telja 9 ökuhæfa Volvo 240 bíla sem auglýstir eru í Volvo hópnum. Hvað Lesa meira →

Hvað ertu með í bílnum þegar bilun verður?

Við sem ökum eldri bílum af Volvo þekkjum það vel hvaða tól og tæki hafa bjargað okkur í gegnum tíðina þegar einhver óvænt bilun á sér stað á versta tíma.  Með þessum stutta pistli vildi ég benda á nokkra hluti sem ég get mælt með hafa hafa í bílnum, sem getur nýst í neyð, hvort sem þú ert á nýlegum Lesa meira →

V90 Cross Country Lögreglubílar til Íslands

Örútboði á tilbúnum lögreglubifreiðum fyrir Ísland er lokið. Alls verða 8 Volvo V90 Cross Country pantaðir og miðað við gefnar upplýsingar þá verða þetta sérútbúnir bílar, Polis útgáfa. Þeir fara til lögreglustjóra á: Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austfjörðum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum og Suðurnesjum. Bílarnir eru 230 hestöfl. Nánar má lesa í frétt af mbl.is þar sem fjallað er um Lesa meira →

Mótorhjóla og fornbílasýning Rafta í Borgarnesi

Fjórða árið í röð stóð Volvoklúbbur Íslands fyrir hópferð í Borgarnes á mótorhjóla og fornbílasýningu Rafta í Borgarnesi. Sýning verður flottari hjá þessum heiðursmönnum með hverju árinu og meðlimir og áhangendur Volvoklúbbsins eru einnig að verða duglegri að mæta. Viðburðurinn byrjaði á bílaplaninu hjá Bauhaus rétt fyrir hádegið. Þar mættu 14 bílar, þar af tveir sem voru ekki Volvo bifreiðar, Lesa meira →

Nýr Volvo XC60 verður frumsýndur á Íslandi í október

Volvo Cars kynnti í dag XC60-lúxusjeppann á bílasýningunni í Genf – bíl sem margir hafa beðið eftir. Nýi bíllinn kemur í stað hins geysivinsæla XC60, sem náði þeim áfanga að verða mest seldi miðlungsstóri lúxusjeppinn í Evrópu frá því að hann kom á markað fyrir níu árum og seldist í tæplega milljón eintökum. Í dag stendur XC60 undir um 30 Lesa meira →

Gamall Volvo 164 forstjórabíll kominn til Svíþjóðar

Við höfum sagt áður sögu af fyrrum volvo forstjórabíl hér á Íslandi. Volvo 164 sem forstjóri Veltis átti. Var nýskráður á Íslandi 29.02.1972, eða fyrir um 45 árum síðan.  Hægt er að lesa söguna hér. Rifjum hana upp í stuttu máli. Bíllinn er nýskráður 1972, eigandi Gunnar Ásgeirsson forstjóri Veltis.  Hann selur bílinn árið 1976 og skiptir svo nokkrum sinnum Lesa meira →

Volvo 245 í uppgerð

Í skúr í Kópavogi má finna 1986 árgerð af Volvo 245 sem er gjörsamlega á hvolfi. Búið er að rífa alla vélarhluti og er skelin ein eftir. Bifvélavirkinn Stefán Jónsson hefur verið að dunda í þessu síðustu árin og er að gera ýmsar breytingar á bílnum eins og sjá má á myndunum.  Bíllinn var áður fjölskyldubíll og hefur verið í Lesa meira →

Áramótahittingur 2016

Að venju stóð Volvoklúbburinn fyrir áramótahitting á gamlársdag. Það voru níu félagar sem hittust við Perluna og stoppuðu þar í góða stund og kíktu í húddin og ræddu um helstu volvo málin. Veðrið var með betra móti þótt færðin hafi kannski ekki verið sú skemmtilegasta. Bílarnir keyrðu svo um miðbæinn og stoppuðu meðal annars við Hörpuna. Gleðilegt ár !

Áramótarúntur og afmælisbílar

Árlegi áramótarúntur Volvoklúbbs Íslands verður að þessu sinni frá Perluplaninu á Gamlársdag kl. 12:45. Tilvalið að hittast aðeins fyrr og heilsa upp á fólk og spjalla. Leiðin sem farið verður er svokölluð formannsleið, en Ragnar okkar valdi leiðina fyrir okkur í ár. Munið að fylgja fyrsta bíl og hafa hæfilegt bil á milli bíla. Stefnt er að því að bjóða Lesa meira →

Volvo Amazon gullmoli

Volvo Amazon P130 er tveggja dyra útgáfan af Amazon sem var framleiddur frá 1961-1970 í 359.916 einktökum. Þessi Volvo Amazon árgerð 1967 hefur verið vel við haldið og átt 8 eigendur. Fyrsti eigandinn er sagður vera, Kjartan Jóhannsson, síðar ráðherra og átti til ársins 1971 er Gunnar Melsted keypti hann.Veltir eignast bílinn svo árið 1984 til varðveislu en þegar Brimborg Lesa meira →

Volvoklúbburinn er 3 ára í dag

Það eru liðin 3 ár síðan stofnfundur Volvoklúbbs Íslands var haldinn, en það var 13. nóvember 2013. Það mættu 30-40 manns á þann góða viðburð og enn fleiri voru svo skráðir stofnmeðlimir. Meðlimir félagsins eru um 160 í ár og hefur farið fjölgandi á milli ára. Allskonar afslættir eru í boði fyrir félagsmenn, m.a. í Brimborg, hjá Orkunni og víðar. Lesa meira →

Brimborg innkallar 176 XC90 bíla

Neytendastofa hefur fengið tilkynningu frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 176 Volvo bifreiðum af gerðinni XC90, framleiðsluár 2016 – 2017. Ástæðan er sú að hugsanlegur samsetningargalli á affalsröri fyrir loftkælikerfi (AC) getur leitt til leka inn í bíl. Ef lekur inn í bíl er hætta á rafmagnsbilunum. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg ehf vegna þessarar innköllunar.

Brimborg frumsýnir V40 Cross Country

Brimborg frumsýnir Volvo V40 Cross Country á laugardaginn milli kl. 12 og 16 í sýningarsal Volvo að Bíldshöfða 6. Volvo V40 Cross Country er aflmikill, stórglæsilegur og veghæðin er mikil. Útlitið er nú orðið enn einbeittara með nýju grilli, nýjum Þórshamar LED framljósum og 17“ Keid álfelgum. Volvo V40 Cross Country kostar frá 4.590.000 kr. Á staðnum verða einnig Volvo Lesa meira →

Volvo stærsta lúxusbílamerkið

Mikil sigling hefur verið í sölu Volvo bíla undanfarið. Það sem af er ári er Volvo stærsta lúxusbílamerkið með 221 bíl seldan. Hlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði fyrir fólksbíla og jeppa er 25% af almenna markaði (án bílaleigubíla). Volvo var jafnframt stærsta lúxusmerkið í ágúst. „Við erum gríðarlega ánægð með stöðu Volvo á lúxusbílamarkaði en vöxtur Volvo á markaðnum er hvorki Lesa meira →

Volvo S60 Polestar og S90 komnir til Brimborgar

Það eru tveir tímamótabílar til sýnis í Brimborg þessa dagana. S60 Polestar útgáfan og hinn glæsilegi S90. Þetta eru einstakir bílar sem félagsmenn ættu að kíkja á í sýningarsal Brimborgar. Volvo S60 Polestar er með 2,0 lítra 367 hestafla bensínvél með túrbínu og supercharger. Togkrafturinn er 470 Nm. Sjálfskiptingin er 8 gíra. Hann býr yfir Borg Warner fjórhjóladrifi.  Hröðun 0-100m Lesa meira →

Hvolsvallarrúntur 29.maí 2016

Það var fámennur en glaðbeittur hópur sem lagði af stað úr Reykjavík um hádegisbilið. Í hópnum var nýinnfluttur Volvo XC70, Volvo 850, Volvo 940se og svo aldurshöfðinginn 240 Volvo. Á Selfossi bættist svo annar Volvo 850 í hópinn og stefnan sett á Hvolsvöll. Eins og venjulega beið Þór á tröppunum og tók vel á móti hópnum. Tvö stykki Volvo 142 Lesa meira →

Volvo XC60 mest seldi jeppinn af miðstærð í Evrópu

Volvo XC60 var mest seldi jeppinn af miðstærð í Evrópu árið 2015, samkvæmt óháðri úttekt hjá bifreiðafyrirtækinu JATO. Bíllinn hefur jafnframt verið söluhæsti bíllinn frá Volvo frá árinu 2009.  Evrópa er mikilvægasta sölusvæðið hjá Volvo þar sem meira en helmingur allra seldra Volvo bíla kemur. Yfir 750.000 Volvo XC60 bílar hafa verið seldir síðan árið 2008.  Innan Evrópu er bíllinn Lesa meira →

Volvo prófar öryggisbúnað í Ástralíu

Volvo er með í þróun nýjan skynjara til að skynja ef kengúra stekkur í veg fyrir bílinn eða í hliðina á honum. Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo Cars prófar öryggisbúnað fyrir kengúrur í Ástralíu. Eitt algengasta umferðarslys í Ástralíu er tengt kengúrum. Tæknilið frá Volvo ferðaðist til Ástralíu til að taka upp og læra hvernig kengúrur hegða sér. Lesa meira →

Brimborg innkallar 65 nýja bíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að bifreið getur dáið í akstri eða ekki farið gang vegna eldsneytisskorts þó svo að aksturstölva segi að um 100 km séu í að tankur tæmist og eldsneytismælir sýnir að þrjú Lesa meira →

Volvo S90 frumsýndur í Gautaborg

Á meðan verksmiðjur Volvo hafa ekki undan við að framleiða nýja XC90 bílinn er komið að því að kynna litla bróður hans til leiks. Volvo S90 verður kynntur til sögunnar miðvikudaginn 2.desember og ætlar Volvo að sýna beint frá því á youtube síðu sinni. Ekki nóg með að viðburðurinn verður í beinni heldur verður um gagnvirka útsendingu að ræða þar Lesa meira →

Afmælisviðburður í Hörpu

Volvoklúbbur Íslands verður 2. ára í nóvember og í því tilfefni verður viðburður í Hörpu á vegum klúbbsins, laugardaginn 14. nóvember kl. 13:00, ef nægur fjöldi skráir sig til leiks. Félagsmenn fá kökusneið í boði klúbbsins og sérstakur bás verður frátekinn fyrir okkur á veitingastaðnum Smurstöðinni í Hörpu. Þá verður Happy Hour á drykkjum sem hver og einn greiðir fyrir Lesa meira →

Fágætur V90 á Íslandi

Volvo V90 var arftaki Volvo 960 Estate og voru nánast eins í útliti fyrir utan innréttingar og liti. V90 var aðeins framleiddur á árunum 1997-98 og í 9067 eintökum. Þessir bílar eru afar sjaldgæfir á Íslandi, en nýverið var einn slíkur auglýstur til sölu á netinu. Bíllinn á Íslandi er með línu sex vél, 2.9 lítra og ekinn aðeins 160 Lesa meira →

Glæsilegur Volvo 145 til sölu

Þessi glæsilegi Volvo 145 delux er til sölu. Bíll er árgerð 1973 og er ekinn 236 þúsund. Hann er beinskiptur,  4 gíra, 90 hestöfl og 1180 kg. Eigandinn Jón Jakob Jóhannesson hyggst nú selja bílinn og er ásett verið 980.000 kr á bílasölu hér í Reykjavík. Hann hefur átt bílinn síðan 2009. Bíllinn ber númer M-424. Ljósmyndir: Ólafur Þór Jónsson/Facebook. Lesa meira →